Löggan tístir á Twitter

Lögreglumenn láta ökumenn blása í blöðru í desember.
Lögreglumenn láta ökumenn blása í blöðru í desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögregluembætti lögreglunnar á  Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni.

Munu lögreglumenn þessara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan 4 í fyrramálið.

Hægt verður að fylgjast með þeim verkefnum sem lögregla greinir frá á mbl.is á meðan Twitter-maraþonið stendur yfir.

Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því gera fólki kleift að fylgjast með útköllum sem lögreglu berst, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Twitter-maraþonið hófst núna klukkan fjögur og hafa þegar margvísleg verkefni ratað þar inn, m.a. greinir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því að maður sé sofandi í anddyri á spítala sem illa gangi að vekja og þá var ekið á mannlausan bíl við Borgarspítala í fljúgandi hálku.

Á meðan viðburðinum stendur munu embættin nota #-merkið #löggutíst til að merkja skilaboðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert