Getur minnkað eldsneytiskostnað línubáta um allt að helming

rSvona gæti nýr og umhverfisvænn bátur Navis, Rafnar og fleiri …
rSvona gæti nýr og umhverfisvænn bátur Navis, Rafnar og fleiri fyrirtækja litið út. Fyrirtækin hafa fengið 50 milljón króna þróunarstyrk.

„Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Við og samstarfsmenn okkar erum mjög ánægðir að geta farið af stað,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri Navis.

Navis, Naust Marine, Rafnar og fleiri samstarfsfyrirtæki hafa hlotið 50 milljón króna styrk frá Rannís til að hanna, þróa og smíða umhverfisvæna báta sem nota eingöngu sjálfbæra orku framleidda innanlands.

Bátarnir verða styttri en 15 metrar að lengd og minni en 30 brúttótonn. Þeir verða með tvinnafl til framdriftar, drifnir af rafgeymum eða samhliða af lítilli aðalvél og rafgeymum. Bátarnir verða hannaðir ýmist fyrir línuveiðar, til ferðaþjónustu, svo sem hvalaskoðunar og útsýnisferða, eða annarra nota, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert