Kjarasamningar halda

Formannafundur ASÍ á Hilton Nordica hótel í dag.
Formannafundur ASÍ á Hilton Nordica hótel í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

ASÍ hefur ákveðið að halda gildandi kjarasamningum við SA til áramóta, en það var niðurstaða fundar formanna aðildarfélaga ASÍ sem lauk fyrir skömmu.

Leynileg rafræn atkvæðagreiðsla var haldin um hvort segja ætti upp samningunum. 44 félög eiga aðild að kjarasamningunum, en innan sumra félaga eru til dæmis verslunarmanna- og iðnaðarmannadeildir og forystumenn þeirra höfðu einnig atkvæðisrétt, ásamt formanni Rafiðnaðarsambandsins og forseta ASÍ. 58 einstaklingar höfðu því atkvæðisrétt um niðurstöðuna.

Form­legt vald til að segja upp kjarasamn­ing­un­um er í hönd­um átta manna samn­inga­nefnd­ar ASÍ en nefndin ákvað það að fundi sínum í morgun að gera ákvörðun fundar formannanna að sinni. Hún er því bindandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert