Allir sakfelldir í markaðsmisnotkunarmáli

Frá aðalmeðferð málsins í janúar.
Frá aðalmeðferð málsins í janúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis voru fundnir sekir í markaðsmisnotkunarmáli bankans í héraðsdómi í dag. Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var ekki gerð refsing, en hann hafði þegar hlotið refsihámark vegna brota sem þessara. Þá var Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dæmdur í 12 mánaða fangelsi, en hann hafði áður hlotið 5 ára fangelsi í öðrum hrunmálum.

Þrír starfsmenn eigin viðskipta bankans, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson, voru dæmdir skilorðsbundið fangelsi. Jónas 12 mánuði, Valgarð 9 mánuði og Pétur 6 mánuði. Enginn hinna ákærðu var viðstaddur dómsuppkvaðningu.

Voru mennirnir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun, auk þess sem Lárus var líka ákærður fyrir umboðssvik. Aðalmeðferð fór fram frá 17. janúar til 2. febrúar.

Sak­sókn­ari fór fram á 6-18 mánaða skil­orðsbundna dóma yfir þeim Jónasi, Valgarði og Pétri í ljósi stöðu þeirra inn­an bank­ans og að þeim hafi ekki áður verið gerð refs­ing. Lýstu þeir sjálf­um sér sem einskon­ar starfs­mönn­um á plani.

Lárus var ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Saksóknari fór hins vegar ekki fram á frekari refsingu yfir Lárusi en hann hefur þegar verið dæmdur í sex ára fangelsi í öðrum hrunmálum, sem er hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi.

Saksóknari fór fram á eins árs hegningarauka yfir Jóhannesi en við aðalmeðferð sagði hann að ótví­rætt væri að brot­in hefðu verið fram­in með vit­und og vilja Jó­hann­es­ar og Lárus­ar.

Þungar dómar hafa fallið í markaðsmisnotkunarmálum Lands­bank­ans og Kaupþings þar sem tek­ist hef­ur verið á um viðskipta­vakt bank­anna með eig­in hluta­bréf og hvort starfs­menn hafi haldið verði bréf­anna uppi með því að kaupa þau á markaði og svo selja þau til fé­laga í eigu starfs­manna eða vild­ar­viðskipta­vina með lán­veit­ing­um frá bönk­un­um og þannig án áhættu fyr­ir kaup­end­urna.

Verjendur í þessu máli hafa hins vegar haldið því fram að málin séu ólík vegna þess að Glitnir hafi tilkynnt að bankinn væri með viðskiptavakt. 

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis - Dómsuppsaga - Björn Þorvaldsson saksóknari
Markaðsmisnotkunarmál Glitnis - Dómsuppsaga - Björn Þorvaldsson saksóknari mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert