Ari verður fulltrúi Íslands

Ari Ólafsson tekur lagið eftir að sigur hans lá fyrir.
Ari Ólafsson tekur lagið eftir að sigur hans lá fyrir. mbl.is/Eggert

Fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fer í Lissabon, höfuðborg Portúgals, í maí verður Ari Ólafsson með lagið „Our Choice“. Hann hafði betur í einvígi við Dag Sigurðsson sem söng lagið „Í Stormi“. Sex lög voru upphaflega í úrslitakeppninni.

Hér fyrir neðan má hlusta á sigurlagið og framlag Íslands en lag og texti er eftir Þórunni Ernu Clausen.

Þórunn Erna Clausen, Ari Ólafsson og Björg Magnúsdóttir.
Þórunn Erna Clausen, Ari Ólafsson og Björg Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert
Ari Ólafsson.
Ari Ólafsson. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert