Óska umsagna um umskurðarfrumvarp

Allsherjar- og menntamálanefnd mun óska eftir umsögnum vegna umskuðarfrumvarpsins.
Allsherjar- og menntamálanefnd mun óska eftir umsögnum vegna umskuðarfrumvarpsins. mbl.is/​Hari

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í morgun að senda umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, í umsagnarferli. Er nú unnið að því að setja saman lista yfir þær stofnanir og aðila sem nefndin mun óska eftir umsögn frá, en auk þess er öllum heimilt að senda nefndinni umsögn sína.

Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir í samtali við mbl.is að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem frumvarp Silju kom til kasta nefndarinnar. Það bíði enn efnislegrar umræðu meðan beðið verði eftir umsögnum. Ítrekaði Páll að öllum væri frjálst að senda inn umsagnir.

Silja lagði fram, ásamt átta þing­mönn­um úr Fram­sókn­ar­flokki, Vinstri græn­um, Flokki fólks­ins og Pír­öt­um, frum­varp sem bann­ar umsk­urð drengja. Frum­varpið hef­ur vakið sterk viðbrögð hér á landi og einnig út fyr­ir land­stein­ana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert