Eina ráðið oft að slökkva á netinu

Eitt algengasta ráð sem sálfræðingur og geðlæknar sem fást við börn og unglinga gefa, þar sem netnotkun er orðin að vandamáli, er að fólk slökkvi á netbeinum heimilisins yfir nóttina. Sífellt algengara er að net- og samfélagsmiðlanotkun valdi depurð, kvíða eða öðrum vandamálum hjá yngstu kynslóðinni.

Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir, og Sigrún Þórisdóttir sálfræðingur segja að í miklum meirihluta tilfella sem koma inn á borð til þeirra sé net- og samfélagsmiðlanotkun vandamál.    

29,7% stúlkna í tí­unda bekk segj­ast eyða meira en 4 klst. á dag á sam­fé­lags­miðlum en hjá drengj­um er hlut­fallið tölu­vert lægra eða 15,2%. Inga Dóra Sig­fús­dótt­ir, pró­fess­or í fé­lags­fræði við Col­umb­ia Uni­versity, er einn þeirra fræðimanna sem hef­ur rann­sakað efnið og niður­stöðurn­ar benda til þess að þessa nýja hegðun hjá ungu fólki teng­ist því að auk­inn kvíði og dep­urð mæl­ist hjá hópn­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert