Segir Ísland ekki fullvalda

Mikhaíl Vladimírovitsj Degtjarjev
Mikhaíl Vladimírovitsj Degtjarjev

Mikhail Degtjarjev, þingmaður og formaður nefndar um íþrótta-, ferða- og æskulýðsmál í neðri deild rússneska þingsins, segir ákvörðun íslenskra ráðamanna um að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu næsta sumar bera þess merki að Ísland sé í raun ekki fullvalda ríki.

„Sniðganga íslenskra ráðamanna á heimsmeistaramótinu í Rússlandi hefur ekkert að gera með rannsóknina á eitruninni fyrir Sergei Skripal og dóttur hans. Ísland er orðið gísl – eða eins og þeir segja, fórnarkostnaður – í röð pólitískra ögrana af hendi Breta og Bandaríkjamanna. Því miður þá er fullveldi „lands íssins“ ekki nógu mikið til þess að ráðamenn geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir sem stjórnast af hagsmunum þjóðarinnar,“ hafa rússneskir miðlar eftir Degtjarjev.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í umfjöllun um mál þessi í Morgunbblaðinu í dag, engin viðbrögð hafa komið frá rússneskum yfirvöldum eftir að greint var frá ákvörðuninni í fyrradag. „Rússneski sendiherrann kom sínum sjónarmiðum fram á fundinum í gær [mánudag] og eftir það hefur ekkert gerst.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert