Framhaldsskólakennarar samþykktu

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.

Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta.

Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambands Íslands.

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segist í samtali við mbl.is vera mjög ánægð með niðurstöðuna.

Hún tekur fram að samstaða hafi verið um að hafa samningstímann stuttan.

„Sjálfsagt hafa félagsmenn hugsað þetta með sama hætti og samninganefndin að það væri skynsamlegt að samþykkja stuttan samning með þessum launahækkunum núna,“ segir hún.

Atkvæðagreiðsla hófst í síðustu viku

Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn hófst klukkan 12 miðvikudaginn 2. maí og lauk klukkan 14 í dag.

Skrifað var undir kjarasamninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara 21. apríl. Gildistími samningsins er út mars á næsta ári.

Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:

Á kjörskrá voru: 1.498

Alls greiddu 1.043 atkvæði eða 69,63%

Já sögðu 720 eða 69,03%

Nei sögðu 304 eða 29,15%

Auðir seðlar 19 eða 1,82%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert