Allt að 20 stiga hiti fyrir austan

Veðurútlit á hádegi í dag, laugardag.
Veðurútlit á hádegi í dag, laugardag.

Útlit er fyrir allhvassa vestanátt, 8-15 m/s, á landinu í dag, einkum norðvestan til. Léttskýjað og hlýtt verður hins vegar á austanverðu landinu og má búast við allt að 20 stiga hiti þar. Mun svalara verður hins vegar í skýjuðu veðri vestan til, þar sem jafnvel má búast við súld.

Á morgun, sjómannadag, dregur hins vegar hratt úr vindi og léttir jafnvel til sunnanlands. Áfram er hins vegar útlit fyrir súld og svalt veður norðvestan til á landinu. 


Fyrri hluta næstu viku er síðan útlit fyrir bjartviðri og hlýindi víða á landinu. Meiri óvissa er þó með veðurútlit er nær dregur helginni.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert