Vilji ráðherra er augljós

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ætlar ekki að sækja …
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ætlar ekki að sækja um stöðuna þegar hún verður auglýst í haust. mbl.is

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), hefur ákveðið að sækja ekki um starf forstjóra SÍ á ný, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í vor að starf forstjóra yrði auglýst laust til umsóknar. Steingrímur Ari gerði starfsmönnum SÍ grein fyrir ákvörðun sinni á fundi í gærmorgun.

„Það liggur fyrir hver vilji ráðherrans er. Ég hef haft tvo mánuði til þess að hugleiða mína stöðu og niðurstaðan er að það er þá líka minn vilji að hætta sem forstjóri Sjúkratrygginga,“ sagði Steingrímur Ari í samtali við Morgunblaðið í gær.

Steingrímur Ari segir að skipunartími hans sem forstjóri SÍ renni út í lok október í haust og það sé síðan bara samkomulagsatriði hvort hann hætti fyrr eða ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert