Sýni tekin úr nýfundnum helli á Hellu

Minjar fundust í afhellinum í Hlöðuhelli og sýni voru send …
Minjar fundust í afhellinum í Hlöðuhelli og sýni voru send í greiningu.

Minjastofnun tók sýni á dögunum úr nýfundnum manngerðum helli við Ægissíðu á Hellu. Afhellirinn fannst fyrir tilviljun við viðgerðir á Hlöðuhelli en til stendur að opna fyrir almenningi tvo hella á svæðinu.

Á Suðurlandi er að finna um 93 manngerða hella sem eru taldir margra ára gamlir. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, segir að lítið sé vitað um hellana en það sé spennandi þegar nýr hellir finnst sem heimildir hafa aldrei getið um, að því er fram kemur í  umfjöllun um hellana í Morgunblaðinu í dag.

Við Ægissíðu eru 12 manngerðir hellar og ekki vitað með vissu um aldur þeirra né til hvers þeir voru notaðir. „Það finnast gjarnan krossmörk sem er búið að höggva í bergið og Einar Benediktsson kom því á flug að þarna hefðu Papar verið á ferð,“ segir Uggi, „en það er ekki víst því hver sem er getur gert krossmörk.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert