Löng bið eftir salernisleyfi frá ráðuneytinu

Búið er að loka Grjótagjá þar til leyfi fæst fyrir …
Búið er að loka Grjótagjá þar til leyfi fæst fyrir salernisaðstöðu. Beðið hefur verið frá því í apríl.

„Sorglegt að ráðuneytið hafi ekki klárað sitt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir að lokað verði fyrir baðferðir í Grjótagjá þar til undanþága fæst frá umhverfisráðuneytinu svo hægt verði að reisa salernisaðstöðu á svæðinu.

Land­eig­end­ur í landi Voga í Mý­vatns­sveit hafa ákveðið að loka fyr­ir Kvenna­gjá í hell­in­um Grjóta­gjá en hell­ir­inn hef­ur lengi verið vin­sæll baðstaður. Ólöf Hall­gríms­dótt­ir, einn land­eig­enda, sagði við Morgunblaðið í dag aðkom­una oft og tíðum mjög slæma og hafa þau því gripið til þess ráðs að loka fyr­ir Kvenna­gjána tíma­bundið til að vernda svæðið þar til nýtt deiluskipulag liggur fyrir.

Samkvæmt Þorsteini hefur nýtt deiliskipulag verið tilbúið af hálfu sveitarfélagsins síðan í apríl, en beðið er átekta umhverfisráðuneytisins vegna beiðni um undanþágu frá ákvæðum um vatnsverndarsvæði svo hægt verði að reisa salernisaðstöðu í lokuðu kerfi.

„Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sveitarfélagsins til þess að fá málið afgreitt hefur undanþága ekki fengist enn,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki um stórfenglegar breytingar að ræða og að þetta snúist um „bætta aðstöðu ferðamanna og að færa bílastæðin fjær.“

„Landeigendur í Vogum hafa unnið að þessu deiliskipulagi í einhvern tíma og líka við Hverfjall. Þessi vinna hjá þeim er alveg til fyrirmyndar og sveitarfélagið hefur stutt við bakið á þeim í þessu, enda til eftirtekni hvernig sé haldið á þessu. Það er sorglegt að ráðuneytið hafi ekki klárað sitt svo hægt sé að klára skipulagið,“ segir Þorsteinn.

Sveitarstjórinn segist ekki þekkja til neinna áforma um gjaldtöku á svæðinu.

Kort/Map.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert