„Virðingarleysið er algjört“

Búið er að loka Grjótagjá.
Búið er að loka Grjótagjá.

Landeigendur í landi Voga í Mývatnssveit hafa ákveðið að loka fyrir Kvennagjá í hellinum Grjótagjá en hellirinn hefur verið vinsæll baðstaður í gegnum tíðina. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir aðkomuna oft og tíðum mjög slæma og hafa þau því gripið til þess ráðs að loka fyrir kvennagjána tímabundið til að vernda svæðið.

.„Virðingarleysið er algjört. Það er ekkert farið eftir skiltunum. Þarna er fólk að hafa hægðir, þvo skóna sína, þvo leirtauið, bursta tennurnar og einnig hafa sumir sofið þarna í gjánni.“

Klósettpappír í Grjótagjá.
Klósettpappír í Grjótagjá.

Auk þess segir Ólöf að ekki sé farið eftir skiltum á svæðinu, þar sem standi skýrt að ekki sé leyfilegt að baða sig inni í hellinum. Þau hafi því sett girðingu fyrir gjána og læst, til að varna því að fólk stelist ofan í vatnið. Enn er þó hægt að skoða og taka myndir af hellinum. Ólöf segir eigendur ráðalausa og því var ákveðið að grípa í þessa tímabundnu lausn meðan beðið er eftir deiliskipulagi fyrir landssvæðið.

„Við erum ekki undir það búin að fá þennan aukna fjölda gesta á svæðið. Það er dásamlegt að baða sig þarna, en við viljum ekki að staðurinn eyðileggist,“ segir Ólöf. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina