Weinstein fluttur á sjúkrahús

Harvey Weinstein árið 2020.
Harvey Weinstein árið 2020. AFP/Johannes Eisele

Fyrrverandi kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var fluttur á sjúkrahús í New York í gær eftir að áfrýjunardómstóll ógilti dómi í kynferðisbrotamáli gegn honum. 

Arthur L Aidala, lögmaður Weinstein, sagði í yfirlýsingu að Weinstein hefði þurft á bráðri læknisaðstoð að halda. Hann gengst nú undir ýmsar rannsóknir og mun dvelja á sjúkrahúsi undir eftirliti. 

Lögregla greindi frá því að Weinstein sé á Bellevue-sjúkrahúsinu í borginni. 

Arthur Aidala, lögmaður Weinsteins, eftir úrskurð áfrýjunardómstólsins.
Arthur Aidala, lögmaður Weinsteins, eftir úrskurð áfrýjunardómstólsins. AFP/Kena Betancur

Weinstein er 72 ára gamall og var dæmdur sekur af dómstóli í New York fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn leikkonunni Jessica Mann árið 2013 og fyrir að hafa kynferðislega áreitt aðstoðarkonuna Mimi Haleyi árið 2006. Hann hlaut 23 ára dóm fyrir brotin. 

Áfrýjunardómstóllinn hefur vísað málinu til lægra dómstigs á ný þar sem dómurinn taldi réttarhöldin ekki hafa verið hlautlaus í garð Weinstein. 

Weinstein afplánar þó enn 16 ára dóm í Kaliforníu fyrir nauðgun og mun því ekki ganga laus þrátt fyrir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert