Harry og Meghan heimsóttu Nígeríu

Hjónin vöktu lukku meðal nemenda í Nígeríu og sagði einn …
Hjónin vöktu lukku meðal nemenda í Nígeríu og sagði einn nemandinn þetta hafa verið hvetjandi. AFP

Harry prins og Meghan Markle heimsóttu Nígeríu í dag. Heimsóknin er liður í kynningu Harry á „ósigrandi-leikunum“ svokölluðu en það er íþróttaviðburður sem hann stofnaði fyrir særða hermenn.

Hjónin heimsóttu fyrr í dag Abuja höfuðborg Nígeríu. Þar heimsóttu þau skóla opnuðu viðburð um geðheilbrigði fyrir nemendur. Tekið var á móti þeim með trommu- og danshópi frá Igbo sem er þjóðernishópur og fengu þau leiðsögn um skólann.

Geðheilsa hefur áhrif á alla

„Ef þú tekur eitthvað frá deginum í dag, þá skaltu bara vita að geðheilsa hefur áhrif á hverja einustu manneskju,“ sagði Harry við nemendurna. „Því meira sem þú talar um það, því meira geturðu sparkað fordómum í burtu.“

„Ég sé sjálfa mig í ykkur öllum,“ sagði Meghan við börnin þegar hjónin uppskáru lófaklapp frá nemendunum.

Harry og Meghan opnuðu viðburð um geðheilsu í skóla í …
Harry og Meghan opnuðu viðburð um geðheilsu í skóla í Nígeríu í dag. AFP

Heimsóknin hvetjandi

Nemendur skólans voru heillaðir af hjónunum og sagði Nnena Edeh, 13 ára nemandi, heimsóknin hafa verið hvetjandi.

„Þetta var mjög flott, mig langaði bara að snerta hann,“ sagði hún.

Harry prins var í Lundúnum á miðvikudag vegna 10 ára afmælis leikanna. Eins og flestar ferðir hans eftir að hann flutti til Bandaríkjanna árið 2020 vakti heimsóknin athygli. Veltu ýmsir vöngum hvort þetta væri merki um sátt við konungsfjölskylduna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert