Forsetafrú með hvítblæði

Asma al-Assad árið 2010.
Asma al-Assad árið 2010. AFP

Asma, eiginkona Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur greinst með hvítblæði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forsetans.

„Forsetafrúin Asma al-Assad hefur greinst brátt mergfrumuhvítblæði,” sagði í tilkynningunni.

Asma jafnaði sig á brjóstakrabbameini árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert