Ekki búið að bera kennsl á hlaupakonuna

Lögregla í Zürich. Mynd úr safni.
Lögregla í Zürich. Mynd úr safni. AFP

Ekki er búið að bera kennsl á konuna sem nakinn maður er talinn hafa myrt þegar hún var úti að hlaupa í Sviss í gærkvöldi. 

Nakti maðurinn er einnig talinn hafa slasað annan mann lítillega.

Enn er óljóst hvort að maðurinn hafi beitt vopni við þegar hann hljóp nakinn um garð við Zürich-vatnið í Männ­edorf í Sviss, öskrandi og réðst á fólk.

Borgarstjórinn í Mannedorf, Wolfgang Annighofer, sagði í samtali við AFP að glæpatíðni í Mannedorf væri mjög lág. Hann sagði að öryggi yrði aukið í kringum garðinn, sem er vinsæll lautarferðarstaður, þar sem árásirnar áttu sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert