Kona myrt af nöktum karlmanni

Lögregla í Zürich. Mynd úr safni.
Lögregla í Zürich. Mynd úr safni. AFP

Kona er talin hafa verið myrt af nöktum karlmanni þegar hún var úti að hlaupa í Sviss í gærkvöldi.

Að sögn sjónarvotta sem kölluðu lögreglu til, hljóp maðurinn nakinn um garð við Zürich-vatnið í Männedorf í Sviss. Hann var öskrandi og réðst á fólk.

Lá særð á jörðinni

Konan var úti að hlaupa í garðinum þegar maðurinn réðst á hana. Þegar lögreglu bar að garði lá hún alvarlega særð á jörðinni. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og hún lést af alvarlegum áverkum. 

Hinn grunaði er 19 ára svissneskur karlmaður og var handtekinn á staðnum.

Aðdragandi árásarinnar er til rannsóknar hjá lögreglu, en ekki er vitað hvort fórnarlambið og gerandinn þekktust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka