Kalla sendiherra heim frá Noregi og Írlandi

Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels.
Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels. AFP/Ahmad Gharabli

Ísraelar hafa kallað sendiherra sína heim frá Noregi og Írlandi vegna ákvörðunar ríkjanna um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu.

„Í dag sendi ég sterk skilaboð til Írlands og Noregs. Ísrael mun ekki sitja undir þessu þegjandi og hljóðlaust. Ég hef fyrirskipað að sendiherrar Ísraels skuli snúa til baka til Ísraels frá Dublin og Ósló þar sem málin verða rædd frekar í Jerúsalem,” sagði Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert