Graceland áfram í eigu erfingjans

Graceland, fyrrum heimili Elvis Presley
Graceland, fyrrum heimili Elvis Presley AFP/Mandel Ngan

Dómari í Tennesse hefur stöðvað fyrirhugað uppboð á Graceland, fyrrum heimili söngvarans Elvis Presley.

Til stóð að selja húsið á uppboði á morgun, fimmtudag.

JoeDae Jenkins, dómari í Shelby-sýslu, setti tímabundið lögbann í dag á fyrirhugað uppboð. BBC fréttaveitan greinir frá.

Graceland mun því halda áfram starfsemi sinni eins og það hefur gert undanfarin 42 ár. En Graceland hefur verið opið almenning sem sögu- og skemmtigarður síðan snemma á níunda áratugnum.

Sagði undirskriftirnar falsaðar

Riley Keough, leikkona og barnabarn Elvis, erfði húsið eftir að móðir hennar, Lisa Marie Presley, lést á síðasta ári. Hún hefur unnið að því síðustu daga að stöðva fyrirhugað uppboð á húsinu.

Lisa Presley er sögð hafa notað húsið sem veð í 3,8 milljón dollara lán, sem samsvara um 540 milljón íslenskra króna, sem hefur enn ekki verið endurgreitt. Keough vísar þessum ásökunum á bug og segir að að undirskrift móður hennar hafi verið fölsuð og að svikum hafi verið beitt við pappírsvinnu lánsins.

„Eins og dómstóllinn hefur nú gert ljóst var ekkert réttmæti fyrir kröfunum,“ sagði Jenkins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka