Laus úr fangelsi eftir umfjöllun um Covid-19

Frá Sjanghæ í Kína.
Frá Sjanghæ í Kína. AFP

Kínverski blaðamaðurinn Zhang Zhan er laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í fjögur ár. Zhan var dæmd í fangelsi í kjölfar umfjöllunar sinnar um viðbrögð stjórnvalda í Peking við Covid-19 faraldrinum.

Zhang ferðaðist til miðborgar Wuhan í febrúar 2020 til að gera grein fyrir óvissunni á upphafi faraldursins. Hún efaðist um hvernig stjórnvöld ákváðu að taka á faraldrinum og tók upp myndskeið á farsíma sinn.

Frelsi hennar enn takmarkað

Hún var handtekin í maí 2020 og dæmd í fjögurra ára fangelsis fyrir að „vekja upp deilur og valda usla“ en slík ákæra er oft notuð í Kína til að bæla niður ágreining.

Zhan var látin laus 13. maí en mannréttindasamtök hafa gefið út að þau hafi miklar áhyggjur af Zhan. Þá er hún enn undir miklu eftirliti og frelsi hennar er afar takmarkað, sagði aðgerðarsinninn Jane Wang, en hún tók virkan þátt í baráttu fyrir því að Zhan yrði látin laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert