Vara Ísraela við hefndaraðgerðum

Hvíta húsið varar Ísreal við því að halda eftir fjármagni …
Hvíta húsið varar Ísreal við því að halda eftir fjármagni sem ætlað er palestínumönnum. AFP/Daniel Slim

Hvíta Húsið varar Ísrael við því að halda eftir fjármagni, sem ætlað er palestínskum yfirvöldum, til að hefna fyrir ákvörðun Írlands, Noregs og Spánar um að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. 

Segir Jake Sulli­v­an, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Joe Biden Banda­ríkja­for­seta, rangt að halda eftir fjármagninu þar sem það yrði til þess fallið að valda óstöðugleika á Vesturbakkanum. 

„Það grefur undan leitinni að öryggi og velmegun fyrir palestínsku þjóðina sem er í þágu Ísraels. Auk þess sem ég held að það sé rangt að halda eftir fjármagni sem ætlað til kaupa á grunnvörum og þjónustu fyrir saklaust fólk.“

Ævareiðir yfir ákvörðun Evrópulandanna

Ísra­el­ar eru æv­areiðir yfir ákvörðun Írlands, Nor­egs og Spán­ar um að viður­kenna sjálf­stæði Palestínu. Lönd­in til­kynntu um ákvörðun sína í dag og hyggj­ast þau öll viður­kenna ríki Palestínu form­lega þann 28. maí. Ákvörðunin hef­ur vakið lof margra landa í ar­aba- og múslima­heim­in­um.

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, seg­ir ákvörðun ríkj­anna á hinn bóginn jafngilda „verðlaunum fyrir hryðjuverk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka