Einn látinn og fleiri slasaðir eftir alvarlega ókyrrð

Sjúkraflutningamenn bíða eftir farþegaþotunni á flugvellinum í Bangkok.
Sjúkraflutningamenn bíða eftir farþegaþotunni á flugvellinum í Bangkok. AFP

Einn lét lífið og fjöldi farþega slasaðist í alvarlegri ókyrrð um borð í farþegaþotu af gerðinni Boeing 777 á vegum Singapore Airlines í dag.

Flugvélin var á leið frá Lundúnum til Singapúr með 211 farþega og 18 manna áhöfn, áður en henni var vísað til Bangkok, þar sem hún lenti.

Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að verið sé að vinna að því með yfirvöldum í í Taílandi að veita nauðsynlega læknisaðstoð og að teymi verði sent til Bangkok til að veita frekari aðstoð.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert