Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi 5 dögum eftir slysið

Samitivej Srinakarin sjúkrahúsið í Bangkok.
Samitivej Srinakarin sjúkrahúsið í Bangkok. AFP

Íslend­ing­ur­inn, sem slasaðist um borð í flugi Singa­pore Air­lines fyrir fimm dögum þegar flug­vél­in lenti í mik­illi ókyrrð, er enn á sjúkra­húsi í Bang­kok í Taílandi.

Þetta kem­ur fram í færslu Samiti­vej Sr­inakar­in sjúkra­húss­ins í Bang­kok á sam­fé­lags­miðlin­um Face­book í dag.

Einn lést og 104 slösuðust þegar vél­in hrapaði nærri tvo kíló­metra á fá­ein­um mín­út­um á þriðjudaginn, 21. maí. 211 farþegar voru um borð í vél­inni og 18 manna áhöfn. Flug­vél­in var á leið frá London til Singa­púr en þurfti að nauðlenda í Bang­kok.

Í færslunni kemur fram að 41 séu enn á sjúkrahúsi, þar af 33 á Samiti­vej Sr­inakar­in sjúkra­húsinu.

Fimm einstaklingar eru á gjörgæslu, þrír frá Ástralíu, einn Breti og einn Nýsjálendingur. 

28 eru á almennri deild, þar á meðal Íslendingurinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert