Hlutabréf Singapore Airlines lækka

Farþegaþotan á flugvellinum í Bangkok í dag.
Farþegaþotan á flugvellinum í Bangkok í dag. AFP

Verð á hlutabréfum í flugfélaginu Singapore Airlines lækkaði um 1,3% í kjölfar flugatviksins sem varð á þriðjudaginn þar sem einn farþegi lést og tugir slösuðust.

Þá lenti farþegaþota félagsins í mikilli ókyrrð þegar hún var að fljúga frá Lundúnum til Singapúr, en vélin var þá að fljúga yfir Mjanmar.

Hlutabréfamarkaðir í Singapúr voru lokaðir vegna frídags í gær en opnuðu á nýjan leik í dag og lækkaði verðið mest um 1,8% yfir daginn en endaði svo í 1,3% lækkun, sem fyrr segir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert