Breti lést í farþegaþotunni: Sjö í lífshættu

Alls eru 53 farþegar slasaðir eftir ókyrrðina.
Alls eru 53 farþegar slasaðir eftir ókyrrðina. AFP

Breti á áttræðisaldri er talinn hafa látist sökum hjartaáfalls í alvarlegri ókyrrð um borð í farþegaþotu á vegum Singapore Airlines Flight á leið frá Lundúnum til Singapúr í dag.

Alls eru 53 farþegar slasaðir og einn úr áhöfn. Sjö eru taldir í lífshættu.

Frá blaðamannafundi á flugvellinum í Bangkok í dag.
Frá blaðamannafundi á flugvellinum í Bangkok í dag. AFP

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í Bangkok eftir að farþegaþotan lenti þar nú í hádeginu að íslenskum tíma.

Bretinn var á ferð með eiginkonu sinni, sem mun einnig hafa slasast.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert