Guðni heiðraður í Finnlandi

Guðni var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Oulu í Finnlandi.
Guðni var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Oulu í Finnlandi. Ljósmynd/Háskólinn í Oulu

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á dögunum sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Oulu í Finnlandi.

Af því tilefni flutti hann ávarp þar sem hann lagði meðal annars áherslu á mikilvægi vísindalegra rannsókna í samfélaginu sérfræðiþekkingar og viðurkenndra rannsóknaraðferða. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu forsetans

Guðni segir Finna höfðingja heim að sækja.
Guðni segir Finna höfðingja heim að sækja. Ljósmynd/Sendiráð Finnlands

Fundað með forseta Finnlands 

Heimsókn Guðna í Háskólann í Oulu var þó ekki eina erindi hans í Finnlandi því hann átti jafnframt fund með Alexander Stubb sem tók við embætti forseta Finnlands fyrr á árinu. 

Segir í tilkynningunni að þeir hafi rætt samstarf Íslendinga og Finna í áranna rás, norræna samvinnu og umskipti á alþjóðavettvangi eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Auk þess sem Stubb rakti sjónarmið Finna í varnar- og öryggismálum. 

Alexander Stubb tók vel á móti Guðna í Helsinki.
Alexander Stubb tók vel á móti Guðna í Helsinki. Ljósmynd/TPKanslia/Matti Porre
Guðni og Stubb stilltu sér upp við fána sinna landa.
Guðni og Stubb stilltu sér upp við fána sinna landa. Ljósmynd/TPKanslia/Matti Porre
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert