Þreyttir á ferðamönnum – Vilja hindra útsýnið

Sett hefur verið upp girðing til að hindra útsýnið að fjallinu Fuji í japanska bænum Fujikawaguchiko.

Með þessu vilja yfirvöld koma í veg fyrir tilraunir sífellt fleiri ferðamanna til að ná myndum af þessu hæsta og frægasta fjalli Japans. 

Myndum smellt af fyrir framan fjallið Fuji í bænum Fujikawaguchiko.
Myndum smellt af fyrir framan fjallið Fuji í bænum Fujikawaguchiko. AFP/Kazuhiro Nogi

Ferðamennirnir, sem flestir eru erlendir, skilja m.a. eftir sig rusl, brjóta umferðarlög og fara inn á ákveðin svæði í óleyfi.

Girðingin sett upp.
Girðingin sett upp. AFP/Kazuhiro Nogi
AFP/Kazuhiro Nogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka