Kleif Everest í 30. sinn

Kami Rita árið 2021.
Kami Rita árið 2021. AFP/Prakash Mathema

54 ára nepalskur fjallgöngumaður, þekktur sem „Everest-maðurinn”, setti met þegar hann kleif hæsta tind heims í 30. sinn í morgun, þremur áratugum eftir að hann komst þangað í fyrsta sinn.

Kami Rita bætti þar með eigið met sem hann setti fyrr í þessum mánuði þegar hann náði toppi Everest í 29. sinn. Hann hefur áður sagt í viðtali að hann væri „bara í vinnunni” og að hann væri ekkert að spá í að setja nein met.

AFP/Nisha Bhandari

Sjerpinn stóð fyrst á tindi Everest árið 1994 og síðan þá hefur hann klifið tindinn nánast á hverju ári sem leiðsögumaður.

Á meðal fleiri fjalla sem hann hefur klifið er K2 í Pakistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka