Mikill eldur í Novo Nordisk og breiðist út

Ekki er liðin vika frá öðrum bruna í fyrirtækinu.
Ekki er liðin vika frá öðrum bruna í fyrirtækinu. AFP

Gríðarmikill eldur hefur brotist út í skrifstofubyggingu lyfjatæknirisans Novo Nordisk fyrir utan Kaupmannahöfn, í úthverfinu Bagsværd.

„Þetta er gífurlegur eldur. Við erum með um hundrað slökkviliðsmenn á vettvangi,“ segir aðgerðastjóri slökkviliðsins við AFP-fréttaveituna. Bætir hann við að byggingin hafi verið rýmd að fullu.

Fréttaveitan Ritzau segir eldinn hafa breiðst út í nærliggjandi byggingu og hefur eftir slökkviliðinu að hann sé enn að breiðast út í fleiri byggingar.

Umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs á vettvangi eldsins í Novo Nordisk í …
Umfangsmiklar aðgerðir slökkviliðs á vettvangi eldsins í Novo Nordisk í Bagsværd í dag. AFP

„Ekki gott“

„Þetta er ekki gott,“ hefur Ritzau eftir aðgerðastjóra slökkviliðs.

Ekki er vika liðin síðan eldur braust út á öðru starfssvæði Novo Nordisk, sem er í byggingu, en sá bruni hafði engin áhrif á lyfjaframleiðslu fyrirtækisins.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að nokkra klukkutíma muni taka að ráða niðurlögum eldsvoðans. Þar segir einnig að enginn hafi slasast.

Slökkviliðsmenn að störfum við skrifstofubyggingu Novo Nordisk, þar sem eldur …
Slökkviliðsmenn að störfum við skrifstofubyggingu Novo Nordisk, þar sem eldur braust út í morgun. AFP
Eldurinn hefur breiðst út í nærliggjandi byggingu.
Eldurinn hefur breiðst út í nærliggjandi byggingu. AFP

Mikinn reyk leggur frá eldinum

Lögregla tekur fram í tilkynningu að mikinn reyk leggi frá eldinum, sem byrgi ökumönnum sýn á Hillerød-hraðbrautinni.

Mælst er til þess að íbúar haldi sig inni og loki dyrum og gluggum, finni þeir fyrir reyk í umhverfi sínu.

Novo Nordisk getur þess í yfirlýsingunni að reykurinn sé ekki eitraður af lyfjaframleiðslu.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert