Ormstunga kemst á svið sem söngleikur

Hér má sjá tvo af aðalleikurum verksins, þá Arnór Björnsson …
Hér má sjá tvo af aðalleikurum verksins, þá Arnór Björnsson í hlutverki Gunnlaugs og Kristin Óla Haraldsson í hlutverki Hrafns. Ljósmynd/Ingvarsson Myndir

Söngleikurinn Ormstunga hefur fengið einróma lof þeirra sem sýninguna sáu í Listaháskóla Íslands (LHÍ) í síðustu viku. Búið er að gera höfundarréttarsamning við Þjóðleikhúsið um uppfærslu á verkinu.

Hafsteinn Níelsson, nemandi á öðru ári á sviðshöfundabraut LHÍ, samdi verkið ásamt Oliver Þorsteinssyni rithöfundi.

Oliver Þorseinsson rithöfundur og Hafsteinn Níelsson sömdu söngleik úr einni …
Oliver Þorseinsson rithöfundur og Hafsteinn Níelsson sömdu söngleik úr einni af Íslendingasögum. Ljósmynd/Hafsteinn Níelsson

„Hugmyndin varð til fyrir þremur árum þegar ég sá söngleikinn Hamilton á Disney+. Hugurinn fór á flug og mig langaði að taka eitthvað gamalt og gera nýtt og hugsaði þá strax til Íslendingasagna. Ég talaði við vin minn, Oliver Þorsteinsson rithöfund, og hann var til í að skrifa handritið með mér. Kamilla systir mín var að lesa Ormstungu í grunnskóla sem varð til þess að þessi saga var valin. Sagan er ekki flókin, en hún er tilfinningaþrungin og ég sá fljótt möguleikann á að ýkja hana með söngleikjaforminu,“ segir Hafsteinn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka