Thunberg handtekin í Malmö

Greta Thunverg var klædd palestínskum keffiyeh-klút.
Greta Thunverg var klædd palestínskum keffiyeh-klút. AFP

Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg var handtekin af lögreglunni fyrir utan Arena-höllina í Malmö í Svíþjóð þar sem úrslit Eurovision standa nú yfir.

Thunberg var að mótmæla fyrir utan höllina þegar hún var tekin höndum af tveimur lögreglumönnum.

Var hún klædd palestínsku keffiyeh-klút, hvítum og svörtum klút sem er eitt af frelsistáknum Palestínumanna.

Þátttaka Ísraels í keppninni í ár er afar umdeild, sem heyr nú stríð á Gasaströndinni þar sem talið er að um 35 þúsund manns hafa dáið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert