Sonur Trumps hættir við að taka þátt

Barron Trump er yngsti sonur Donalds Trumps og stendur á …
Barron Trump er yngsti sonur Donalds Trumps og stendur á milli föður síns og Melaniu Trumps sem er móðir hans. AFP

Barron Trump, yngsta barn Donalds Trump, hefur ákveðið að hætta við að vera fulltrúi Flórída-ríkis á flokksþingi Repúblikanaflokksins í júlí.

Átti þátttaka hans á flokksþinginu að verða pólitísk frumraun Barrons en hann hefur lítið verið í kastljósinu framan af ævinni.

Aðrar skuldbindingar kalla á Barron

Barron Trump komst í fréttirnar fyrr í vikunni þegar það blasti við að hann yrði nýjasti meðlimur Trump-fjölskyldunnar til að hasla sér völl á hinum pólitíska vettvangi.

„Þrátt fyrir að það sé Barron heiður að hafa verið valinn fulltrúi af Repúblíkanaflokknum í Flórída, neitar hann því miður að taka þátt vegna fyrri skuldbindinga,“ segir í yfirlýsingu Melaniu Trump, móður Barrons Trumps.

Barron hefði komið fram ásamt systkinum sínum Donald Trump yngri, Eric Trump og Tiffany Trump sem hluti af sendinefnd Flórída.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert