Segja Hval hf. hafa veitt kálffulla langreyði

Þessi mynd var tekin af Hard to Port í dag.
Þessi mynd var tekin af Hard to Port í dag. Ljósmynd/Hard to Port

Dýraverndunarsamtökin Hard to Port saka Hval hf. um að hafa veitt kálffulla langreyði í útrýmingarhættu fyrr í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Myndir af atvikinu dreifðust hratt um samfélagsmiðla, að sögn samtakanna, og efnt var til mótmæla klukkan hálfníu í kvöld fyrir utan húsnæði Hvals hf. í Hvalfirði.

„Það leit út fyrir að starfsmennirnir hefðu áhyggjur af því að sundurlima hræið. Þegar þeir opnuðu belg móðurinnar datt afkvæmið út. Það var algjörlega hryllilegt að verða vitni að þessu,“ er haft eftir Arne Feuerhahn, forstjóra Hard to Port, í fréttatilkynningunni.

Þar segir að taugaveiklaðir starfsmenn Hvals hf. hafi fjarlægt afkvæmið í flýti og að þeir hafi augljóslega óttast að atvikið næðist á mynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert