Aldrei hlustað á okkur

Hótelstjórum við Laugaveg líst ekki á að Laugavegurinn verði göngugata …
Hótelstjórum við Laugaveg líst ekki á að Laugavegurinn verði göngugata allt árið um kring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir sem reka hótel við Laugaveg eru mjög andvígir þeim áformum Reykjavíkurborgar að gera Laugaveginn að göngugötu allan ársins hring.

Borgarstjórn samþykkti fyrr í mánuðinum að fela umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að gera tillögu að útfærslu Laugavegar sem göngugötu allt árið.

Rakel Ármannsdóttir er hótelstjóri Sandhótels sem er á Laugavegi 34. Hún segir í Morgunblaðinu ídag, að þessi áform Reykjavíkurborgar væru alls ekki góð fyrir rekstur eins og hótelrekstur. „Við þurfum að koma gestunum til okkar og frá okkur að lokinni dvöl þeirra hjá okkur. Veðráttan er misjöfn á Íslandi, eins og allir vita, ekki síst á veturna,“ segir Rakel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert