Óska eftir fundi eftir umfjöllun Kveiks

Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd, hafa óskað eftir nefndarfundum vegna umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi um erlent vinnuafl.

Það var átakanlegt og raunalegt að fylgjast með þættinum Kveik í ríkissjónvarpinu. Í einfeldni minni trúði ég því að okkur hefði miðað lengra áleiðis til siðlegri vinnumarkaðar og að erlent starfsfólk sem er okkur svo mikils virði nyti meira réttaröryggis og réttlætis í störfum sínum hér á landi,“ skrifaði Guðjón á Faebook og bætti því við að hann óskaði eftir fundi í velferðarnefnd.

Njáll Trausti Friðbertsson.
Njáll Trausti Friðbertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njáll Trausti óskaði sömuleiðis eftir fundi og hann óskar þess að félagsmálaráðherra og fulltrúar ASÍ og SA komi fyrir nefndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert