Sigurvegararnir fá milljón

Sigurliðið hér með þáverandi hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Kristrúnu Frostadóttur, fyrir …
Sigurliðið hér með þáverandi hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Kristrúnu Frostadóttur, fyrir utan höfuðstöðvar Google í Kísildalnum í Kaliforníu en ferðina fengu þeir í verðlaun. Mynd/aðsend

Viltu vinna milljón í verkkeppni Viðskiptaráðs Íslands? Svara þarf spurningunni „Hvernig lærir fólk framtíðarinnar?“  Tja, þegar stórt er spurt. Davíð Jónsson sem sigraði í keppninni í fyrra ásamt sínu teymi kíkti í Magasínið.

Unnið er í 4-6 manna liðum og þurfa liðin að vera tilbúin að svara spurningum á borð við: Hvernig lærir fólk framtíðarinnar? Kennir Siri eða Sirrý? Til hvers að muna ef Google veit allt? Hvernig verða kennslustofur framtíðarinnar? Ef við myndum byggja upp menntakerfi frá grunni, hvernig væri það?

Þátttakendum gefst tækifæri til að öðlast reynslu í að leysa flókin vandamál á stuttum tíma, og fá samhliða því áheyrn hjá áhrifafólki úr íslensku efnahagslífi. Þá kynnast þátttakendur fjölbreyttum hópi fólks úr atvinnulífinu og þekkingarsamfélaginu auk þess sem sigurvegararnir fá að kynna lausn sína fyrir menntamálaráðherra.

Keppnin er haldin helgina 12. – 14. október og hefst kl. 15:30 á föstudeginum. Undir lok sunnudags munu liðin kynna hugmyndir sínar og tillögur að lausn fyrir dómnefnd og í kjölfarið er lokahóf með kvöldverði um kvöldið.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vi.is/verkkeppni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert