Ætla að beisla vindinn

Landsvirkjun tók í janúar 2013 í gagnið tvær vindmyllur við …
Landsvirkjun tók í janúar 2013 í gagnið tvær vindmyllur við Búrfell og hefur til skoðunar að setja upp vindmyllugarð í Búrfellslundi. mbl.is/Árni Sæberg

Undirbúningur vegna vindorkuframleiðslu er kominn á fulla ferð víða um land og er vindorkuframleiðsla þar sem vindaðstæður eru góðar orðin ódýrari en raforkuframleiðsla með jarðvarma eða vatnsafli.

Tvö fyrirtæki hafa fengið stöðuleyfi fyrir mælimöstrum í Dalabyggð til að framkvæma vindmælingar, vindmælingar eru farnar af stað í Garpsdal í Reykhólahreppi og fleiri innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt vindorkuframleiðslu áhuga, að því er fram kemur í umfjöllun um beislun vindorkunnar í Morgunblaðinu í dag.

Ketill Sigurjónsson orkuráðgjafi segir að virkja þurfi talsvert á næstu árum til þess að mæta spám um orkuþörf næstu ára verði stórir orkusamningar til stóriðju endurnýjaðir. Hann segir vindorku nokkuð lengi hafa þótt áhugaverður kostur en kostnaðarlega óhagkvæmur. Undanfarið hafi hins vegar framleiðsla á vindmyllum orðið hagkvæmari með aukinni framleiðslu vindmylluframleiðenda og framleiðslu á stærri og hagkvæmari vindmyllum en áður. „Núna er kostnaðurinn orðinn það lágur að þetta er í raun orðið ódýrasta tegundin af raforkuframleiðslu,“ segir Ketill, sem telur brýnt að löggjafinn skýri vel regluverk í kringum umhverfismat og leyfisveitingar undir vindmyllugarða. „Eitt besta dæmið um hvað þetta er orðið ódýrt er að núna gera álverin t.d. í Noregi samninga við vindorkufyrirtæki,“ segir Ketill.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert