Býst við samstöðu á þinginu

Elín Björg Jónsdóttir hættir sem formaður BSRB.
Elín Björg Jónsdóttir hættir sem formaður BSRB. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Ég á ekki von á öðru en að þetta þing muni einkennast af samstöðu um stefnumál,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, um komandi þing samtakanna sem haldið verður á Hilton Reykjavik Nordica hótelinu dagana 17. til 19. október.

Þingið sitja um 200 manns frá öllum aðildarfélögunum sem eru 26. Það er haldið undir yfirskriftinni Bætt lífskjör – betri þjónusta.

Elín gefur ekki kost á sér til áframhaldandi forystu og hefur aðeins eitt framboð til formannsembættis verið tilkynnt. Það er Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB til síðustu 10 ára, sem gefur kost á sér. Elín Björg segir að ekki sé hægt að útiloka fleiri framboð, þar sem hægt sé að tilkynna um framboð á þinginu sjálfu.

Spurð um helstu mál þingsins í Morgunblaðinu í dag segir hún að stóru málin séu eins og venjulega stefnumörkun samtakanna til næstu þriggja ára. Þar beri hæst komandi kjarasamninga, húsnæðismál og almannaþjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert