Hús íslenskra fræða boðið út

Katrín Jakobsdóttir tekur fyrstu skóflustunguna í mars 2013.
Katrín Jakobsdóttir tekur fyrstu skóflustunguna í mars 2013. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis, hefur óskað eftir tilboðum í verkið „Hús íslenskra fræða – hús og lóð“, Arngrímsgötu 5, Reykjavík.

Hús íslenskra fræða mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands.

Hið nýja hús verður á þremur hæðum auk kjallara undir hluta þess. Opinn bílakjallari verður sunnan- og vestanmegin við húsið. Byggingin er sporöskjulaga og er formið brotið upp með útskotum og inngörðum. Að utan er byggingin klædd opnum málmhjúp. Byggingarmagn ofanjarðar verður um 5.038 fermetrar og stærð bílakjallara um 2.230 fermetrar.

Verkinu skal vera að fullu lokið í febrúar 2022. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum fimmtudaginn 24. janúar 2019, að sögn Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert