Konur auki tækifæri annarra kvenna

Rúmlega 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum eru saman komnir …
Rúmlega 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum eru saman komnir á Heimsþingi kvenleiðtoga. mbl.is/Eggert

Konur í stjórnunarstöðum verða að nýta völd sín til þess að auka tækifæri annarra kvenna og styrkja réttindi þeirra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, lagði á þetta áherslu í opnunarávarpi sínu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í morgun.

Rúmlega 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum eru saman komnir á þessu fyrsta Heimsþingi kvenleiðtoga, sem haldið er í samstarfi Women Political Leaders Global Forum, ríkisstjórnar Íslands, Alþingis og fjölda íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila.

Í ávarpi sínu lagði Katrín sérstaka áherslu á mikilvægi menntunar kvenna, fjölskylduvæna stefnu ríkisstjórna, sem hún sagði hafa gert sér kleift að verða forsætisráðherra þrátt fyrir að eiga þrjú börn, ofbeldi gegn stelpum og konum sem þyrfti að uppræta, frið og sjálfbærni og mikilvægi kvennahreyfingarinnar.

Í ávarpi sínu lagði Katrín sérstaka áherslu á mikilvægi menntunar …
Í ávarpi sínu lagði Katrín sérstaka áherslu á mikilvægi menntunar kvenna. mbl.is/Eggert

Auk Katrínar ávörpuðu þau Silvana Koch-Merin, forseti Women Political Leaders Global Forum, Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þinggesti við setningu.

Dagskrá Heimsþingsins er fjölbreytt, en þar verða haldnar ræður, stutt ávörp, pallborðs- og hringborðsumræður, auk fjölda hliðarviðburða víða um Reykjavík. Sérstakt þema Heimsþingsins að þessu sinni er stafræn bylting samtímans og þau tækifæri sem það gefur til að fjölga konum í leiðtogahlutverkum og tryggja jöfn tækifæri kvenna og karla til ákvarðanatöku.

Hægt er að fylgjast með Heimsþinginu í beinni útsendingu á vef CBS.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert