Mældu fjölda eldinga í gær

Gulu krossarnir sýna hvar eldingar mældust.
Gulu krossarnir sýna hvar eldingar mældust. Kort/Veðurstofa Íslands

Alls mældust 34 eldingar yfir Íslandi í gær frá því klukkan 14:00 og fram á nótt. Loft yfir suðurhluta landsins var mjög óstöðugt í gær en tíðni eldinga var með meira móti.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hófst eldingahrinan í grennd við Vatnajökul og færðist þaðan vestur en fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu sá eldingar í gær um kvöldmatarleytið.

Eins og greint var frá í gær tókst Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu. 

Stærri mynd sem sýnir þá staði þar sem eldingar mældust.
Stærri mynd sem sýnir þá staði þar sem eldingar mældust. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert