Von á stormi á Norðvesturlandi

Vindstyrkur verður mismikill þessa daga, 10-15 m/s í dag, en …
Vindstyrkur verður mismikill þessa daga, 10-15 m/s í dag, en bætir í vind síðdegis og í kvöld og má búast við hvassviðri um vestanvert landið í nótt, 15-20 m/s en slær sums staðar í storm um landið norðvestanvert. Kort/Veðurstofa Íslands

Eindregin, vætusöm og hlý sunnanátt, 10-15 metrar á sekúndu, verður á landinu í dag en vindur fer vaxandi síðdegis og gert er ráð fyrir stormi, 15-23 metrum á sekúndu í nótt, hvassast á norðvestanverðu landinu.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að búast megi við snörpum vindhviðum, um 35 metrum á sekúndu, við fjöll. Gert er ráð fyrir að lægi annað kvöld en bætir aftur í vind á föstudag.

Hægari vindur verður fyrir austan, eða 8-13 metrar á sekúndu. Þá má gera ráð fyrir rigningu eða súld með köflum, en þurru norðaustan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 10 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert