Halda „skammarlista“ yfir veikindadaga

Lögfræðingur ASÍ segir í tilkynningu frá Eflingu að listi sem …
Lögfræðingur ASÍ segir í tilkynningu frá Eflingu að listi sem þessi yfir veikindadaga fólks sé klárt brot á persónuverndarlögum og rétti fólks til einkalífs. Ljósmynd/Efling

Efling fékk fyrr í þessum mánuði tilkynningu um að „skammarlisti“ væri uppi á veggjum á einu af stóru hótelunum í Reykjavík, þar sem veikindadagar starfsmanna eru skráðir uppi á vegg og sýnilegir öðrum starfsmönnum.

Mynd af þessum lista fylgir tilkynningu sem birtist á vef stéttarfélagsins í dag.

„Þetta er alvarlegt brot gegn persónuvernd og friðhelgi einkalífs starfsfólksins,“ er haft eftir Halldóri Oddssyni, lögfræðingi hjá Alþýðusambandi Íslands, í tilkynningu Eflingar. Hann segir að við þessu geti legið sektir og að málið verði tilkynnt til Persónuverndar.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í tilkynningunni að komið sé fram við starfsfólk á hótelum af lítilsvirðingu.

Atvinnurekendur virðast því miður líta svo á að verka- og láglaunafólk, sérstaklega ef það kemur annars staðar frá, sé einfaldlega einnota drasl,“ er haft eftir formanninum.

Fólki sagt að leita ekki til stéttarfélaga

Maxim Baru, sviðsstjóri félagssviðs hjá Eflingu, segir í tilkynningunni að trúnaðarmenn stéttarfélagsins hjá stórum hótelkeðjum hafi tilkynnt til stéttarfélagsins að stjórnendur taki niður nöfn starfsmanna sem leiti til stéttarfélagsins.

„Fólki eru gefin bein og óbein skilaboð að afleiðingar fylgi því að tengjast stéttarfélaginu,“ er haft eftir Maxim í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert