Birt­u­stund­um myndi fækka um 130 á ári

Birt­u­stund­um á vöku­tíma mun fækka til muna verði klukk­unni seinkað …
Birt­u­stund­um á vöku­tíma mun fækka til muna verði klukk­unni seinkað um klukku­stund, líkt og nú er til skoðunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birt­u­stund­um á vöku­tíma, milli 07 og 23, í Reykja­vík myndi fækka um 131 á ári ef klukk­unni yrði seinkað um eina stund. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í um­sögn dr. Þórðar Ara­son­ar jarðeðlis­fræðings við til­lögu þess efn­is.

Skýrist það af því að stór­an hluta árs­ins er sól ris­in löngu áður en fólk fer á fæt­ur, og þá mánuði gagnaðist það fáum að fá hana klukku­stund fyrr á loft. Fólk vakn­ar hvort eð er í birtu. Á sama tíma tapaðist engu að síður ein klukku­stund af kvöld­birtu, þar sem sól­in sett­ist klukku­stund fyrr síðdegis meðan fólk vak­ir enn. 

Þannig væru sól­ar­stund­ir færðar frá vöku­tíma og yfir á þann tíma, snemma á morgn­ana, sem flest fólk sef­ur. Breyt­ing­in myndi einnig skila sér í kald­ara kvöld­veðri, en ef hita­töl­ur síðustu 20 ára eru skoðaðar sést að á milli klukk­an 19 og 20 á kvöld­in lækk­ar hiti að meðaltali um hálfa gráðu á sumr­in, og eina gráðu á vor­in og haust­in.  

Stuðnings­mönn­um klukku­breyt­inga er tíðrætt um mik­il­vægi þess að vakna í birtu. Vegna þess hve mikl­ar árstíðarsveifl­ur eru á sól­ar­upp­rás og sól­setri, eins og þekkt er, myndi færsla á klukk­unni þó duga skammt til að tryggja að vaknað sé í birtu. Í Reykja­vík fær­ist sól­ar­upp­rás og sól­set­ur að jafnaði um þrjár mín­út­ur á dag í hvora átt. Væri klukk­an færð aft­ur um klukku­stund myndi þeim dög­um sem vaknað er í birtu því aðeins fjölga um u.þ.b. 20 á haust­in og 20 á vor­in.

Eins og sést á grafinu kemur sólin upp fyrir klukkan …
Eins og sést á grafinu kemur sólin upp fyrir klukkan 7 stóran hluta ársins, eða frá mars og fram í september. Þann hluta ársins gagnast fáum að fá sólina fyrr á loft. mbl.is/Alexander

Nú­ver­andi still­ing ekki svo óvenju­leg 

Klukk­an á Íslandi er nú stillt miðað við heims­tíma (Uni­versal Coord­ina­ted Time, UTC). Í grein Þórðar er bent á að nokkuð hagræði felst í því fyr­ir Íslend­inga enda sé heims­tím­inn jafn­an notaður í alþjóðasam­skipt­um. Þannig er heims­tím­inn notaður í flugi, við veður­at­hug­an­ir, jarðvís­inda­mæl­ing­ar, stjörnu­at­hug­an­ir og í Alþjóðlegu geim­stöðinni.

Því hef­ur verið haldið fram að still­ing klukk­unn­ar á Íslandi skeri sig mjög úr þegar litið er á heimskortið. Upp­haf­lega voru tíma­belt­in miðuð við að sól væri hæst á lofti á milli 11:30 og 12:30 (þ.e. klukk­an 12 í miðju belt­inu), en í Reykja­vík er sól hæst á lofti um klukk­an 13:30.

Mynd­in sýn­ir mun á sól­ar­tíma og raun­veru­leg­um staðar­tíma á vet­urna. …
Mynd­in sýn­ir mun á sól­ar­tíma og raun­veru­leg­um staðar­tíma á vet­urna. Mörg ríki heims­ins flýta klukk­unni síðan um klukku­stund á sumr­in.

Eins og sjá má af kort­inu að ofan víkja þó fjöl­mörg ríki heims frá belta­tím­an­um, og jafn­an í átt að flýttri klukku, líkt og á Íslandi. Þessu til viðbót­ar not­ast flest ná­granna­ríki Íslands við sum­ar­tíma meiri­hluta árs­ins (30 eða 31 viku á ári) og er klukk­an þá einni stund fljót­ari en mynd­in seg­ir til um.

Má ætla að sú til­hög­un komi til af viðleitni manna til að há­marka fjölda birt­u­stunda í vöku, en það er gert með því að hafa sól­ina hæst á lofti sem næst miðjum vöku­tíma fólks (sem jafn­an er tölu­vert seinna en klukk­an 12). 

Var­an­leg­ur sum­ar­tími víða til umræðu

Evr­ópu­sam­bandið und­ir­býr nú að leggja af sum­ar- og vetr­ar­tíma, og þykir lík­legt að klukk­an verði þá var­an­lega stillt á sum­ar­tíma, rétt eins og ákveðið var hér á landi árið 1969 þegar sum­ar- og vetr­ar­tími voru aflagðir og ákveðið að miða við sum­ar­tím­ann, UTC, all­an árs­ins hring.

Meirihluta ársins, þegar sumartími er í notkun, er klukkan á …
Meirihluta ársins, þegar sumartími er í notkun, er klukkan á Íslandi í góðu samræmi við önnur lönd í álfunni. Svo gæti farið að núverandi sumartími verði tekinn upp allan ársins hring í ESB. mbl.is/Kort

Þá hef­ur sú hug­mynd einnig komið til tals vest­an­hafs og lýsti Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti því yfir á Twitter í gær að hann væri hlynnt­ur, eða setti sig í það minnsta ekki á móti, því að Banda­rík­in geri slíkt hið sama.

Ljóst er því að hug­mynd­ir um að seinka klukk­unni hér­lend­is ganga að ein­hverju leyti gegn ríkj­andi straum­um beggja vegna Atlantsála. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert