Þórdís tekur við dómsmálunum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar, nýsköpunar og nú …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar, nýsköpunar og nú dómsmála, mætir á þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tekur við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu af Sigríði Andersen í kjölfar ákvörðunar Sigríðar um að stíga til hliðar úr ráðherrastóli í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem meðal annars var fjallað um skipun dómara í Landsrétt.

Þessu greindi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum frá að loknum þingflokksfundi sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Sagði Bjarni að Þórdís myndi sinna verkefnum dómsmála samhliða störfum sínum sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Um tímabundna ráðstöfun væri að ræða.

Bjarni rifjaði upp að Þórdís væri lögfræðingur að mennt og þekkti málaflokkinn en hún var áður aðstoðarmaður innanríkisráðherra, en dómsmálin voru þá hluti af verkefnum innanríkisráðuneytisins.

Ríkisráðsfundur fer fram á Bessastöðum á eftir þar sem gengið verður formlega frá þessari breytingu á ríkisstjórninni.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert