Fær heimild til að ganga frá samningum

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Árni Sæberg

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur hlotið heimild yfirgnæfandi meirihluta samninganefndar Eflingar til þess að ganga frá kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins á þeim forsendum sem nú eru til staðar.

Formaður Eflingar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RÚV og mun nú vera á leið frá höfuðstöðvum Eflingar, þar sem samninganefnd Eflingar hafði fundað síðan kl. 20 í kvöld, að húsakynnum ríkissáttasemjara.

Blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og aðila vinnu­markaðar­ins, þar sem kynna átti lífs­kjara­samn­ing aðila vinnu­markaðarins og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við hann, var frestað nú síðdegis að beiðni aðila vinnumarkaðarins, sem funda enn í húsnæði ríkissáttasemjara og gera ráð fyrir að svo verði gert fram á nótt.

Enn að ýmsu að huga og áfram fundað

Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, segir í samtali við mbl.is það vissulega góðar fréttir að Sólveig Anna hafi fengið umboðið en að engu að síður haldi vinna áfram og enn sé að ýmsu að huga. Ekki liggur fyrir hversu lengi verður fundað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert