Kartöfluskorti ekki mætt með tollalækkun

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Félags atvinnurekenda segir að kartöfluskorts sé farið að gæta í verslunum þar sem lítið sem ekkert framboð sé af innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Þrátt fyrir það hafi stjórnvöld ekki orðið við beiðnum innflytjenda um að afnema tolla á kartöflum.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá FA að þetta komi niður á hagsmunum neytenda, enda verði innfluttar kartöflur þá mun dýrari en þær væru annars. Félagið segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem það hafi aflað sé nánast ekkert til af innlendum kartöflum í söluhæfum gæðum. Innflutningsfyrirtæki hafi frá því í byrjun síðustu viku þrýst á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að bregðast við með því að lækka tolla.

Ennfremur segir að meðal annars hafi stærsti birgi innlendra kartaflna, Sölufélag garðyrkjumanna, hafi hvatt ráðuneytið til að afnema tollana svo hægt verði að flytja inn kartöflur á hagstæðu verði fyrir neytendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert