Orkupakkinn ræddur fram eftir morgni

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, las m.a. upp úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins.
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, las m.a. upp úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. mbl.is/Hari

Þing­fund­i var slitið nú á níunda tímanum í morgun, en þá hafði umræða um þriðja orkupakk­ann staðið í 19 klukkustundir, en þingfundur hófst klukk­an 13.30 í gær. Umræðunni er þó ekki lokið því er hlé var gert á klukkan 8.41 í morgun voru enn sex þingmenn á mælendaskrá, m.a. Miðflokksþingmennirnir Birgir Þórarinsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason og Þorsteinn Sæmundsson.

Lengst af fram eftir nóttu tóku aðeins þing­menn Miðflokks­ins til máls og skiptust þeir m.a. á að að flytja ræður og andsvör síðustu klukku­tím­ana. Meðal ann­ars var lesið upp úr álit­um sem ein­stak­ling­ar hafa sent inn varðandi málið og þá las Ólaf­ur Ísleifs­son upp Reykja­vík­ur­bréf Morg­un­blaðsins frá 11. maí skömmu fyr­ir klukk­an sjö í morg­un.

Þingfundur hefst svo á ný klukkan 15 síðdegis, en dagskrá hans liggur ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert